Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2022 16:50 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun. Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Lára, sem er 23 ára kona með einhverfu, minnti í Spjallinu með Góðvild á Vísi í fyrra á rétt fatlaðra til menntunar eins og aðrir. Í framhaldi af viðtalinu við Láru sagði rektor HÍ til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða. „Við erum að skoða það núna hvernig við getum komið til móts við þennan hóp og tengt þetta fleiri fræðasviðum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við fréttastofu í júní í fyrra. Rúmlega ári síðar fagnar Lára, og foreldrar hennar um leið þau Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. „Háskólinn sagði já! Lára Þorsteinsdóttir fær að byrja í dag í námskeiðinu SAG101G. SAGNFRÆÐILEG VINNUBRÖGÐ við Háskóla Íslands. Stór stund, fyrsti tíminn í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Lára er glöð og þakklát,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. „Áfram Lára! Opna dyr- stækka heiminn!“ segir María Ellingsen. Þar deilir hann skilaboðum frá Láru á þessum tímamótum: „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttumáli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands: Sólveig Ólafsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Jón Atli Benediktsson, og svo baráttukonurnar og fyrirmyndir mínar, Embla Guðrúnar Ágúsdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Pabbi og mamma fá líka þakkir en þau eru vinsamlegast beðin að hætta að skipta sér svona mikið af mínum málum,“ segir Lára. Lára sagði í viðtalinu í Spjallinu með góðvild hve áhugasöm hún væri um sagnfræði. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“
Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Tengdar fréttir Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20 Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða. 23. júní 2021 13:20
Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. 15. júní 2021 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent