Samúðarkveðjur til íbúa Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun