Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 19:58 Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árborg Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03