Dýrasta hafnaboltaspjald sögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 17:33 Þetta spil seldist á tæpa tvo milljarða á uppboði í dag. Heritage Auctions Safnkort af hafnaboltastjörnunni Mickey Mantle seldist í dag á uppboði á 12,6 milljónir dollara, tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna. Með sölunni varð spjaldið að dýrasta hafnaboltaspjaldi sögunnar. Mickey „the Mick“ Mantle er einn allra besti hafnarboltakappi sögunnar en hann spilaði alls 17 tímabil í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann lék allan sinn feril fyrir New York Yankees. Hann var valinn sextán sinnum í stjörnulið deildarinnar og unnu Yankees alls sjö titla með Mantle í herbúðum sínum. Hann var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, árin 1956, 1957 og 1962. Hans fyrsta tímabil í deildinni var árið 1952 og seldist í dag hafnaboltaspil með mynd af Mantle frá því ári á 1,8 milljarð íslenskra króna. Spilið var í næsthæsta gæðaflokki, flokki sem kallast „Mint+9,5“ en sjaldgæft er að finna svo vel varðveitt spil sjötíu árum seinna. Spilið var í eigu Anthony Giordano sem keypti það árið 1991 fyrir fimmtíu þúsund dollara sem þá var einnig hæsta upphæð sem einhver hafði greitt fyrir hafnaboltaspil. Hann setti spilið strax í læst geymslurými og tók það ekki út fyrr en það var sett á uppboð í dag. Um er að ræða rúmlega 250-falda ávöxtun fyrir Giordano. „Það að þetta nýliðaspil Mantle sé enn í þessu ásigkomulagi sjötíu árum seinna er í rauninni kraftaverk,“ hefur CNN eftir Chris Ivy sem sá um uppboðið. Spilið er ekki einungis dýrasta hafnaboltaspil sögunnar, heldur dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar. Fyrir daginn í dag var treyja fótboltakappans Diego heitins Maradona sem hann klæddist er hann skoraði með „hendi guðs“ gegn Englendingum á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1986 dýrasti minjagripurinn. Sú treyja seldist á 9,3 milljónir dollara fyrr á árinu. Hafnabolti Bandaríkin Tengdar fréttir Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mickey „the Mick“ Mantle er einn allra besti hafnarboltakappi sögunnar en hann spilaði alls 17 tímabil í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann lék allan sinn feril fyrir New York Yankees. Hann var valinn sextán sinnum í stjörnulið deildarinnar og unnu Yankees alls sjö titla með Mantle í herbúðum sínum. Hann var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, árin 1956, 1957 og 1962. Hans fyrsta tímabil í deildinni var árið 1952 og seldist í dag hafnaboltaspil með mynd af Mantle frá því ári á 1,8 milljarð íslenskra króna. Spilið var í næsthæsta gæðaflokki, flokki sem kallast „Mint+9,5“ en sjaldgæft er að finna svo vel varðveitt spil sjötíu árum seinna. Spilið var í eigu Anthony Giordano sem keypti það árið 1991 fyrir fimmtíu þúsund dollara sem þá var einnig hæsta upphæð sem einhver hafði greitt fyrir hafnaboltaspil. Hann setti spilið strax í læst geymslurými og tók það ekki út fyrr en það var sett á uppboð í dag. Um er að ræða rúmlega 250-falda ávöxtun fyrir Giordano. „Það að þetta nýliðaspil Mantle sé enn í þessu ásigkomulagi sjötíu árum seinna er í rauninni kraftaverk,“ hefur CNN eftir Chris Ivy sem sá um uppboðið. Spilið er ekki einungis dýrasta hafnaboltaspil sögunnar, heldur dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar. Fyrir daginn í dag var treyja fótboltakappans Diego heitins Maradona sem hann klæddist er hann skoraði með „hendi guðs“ gegn Englendingum á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 1986 dýrasti minjagripurinn. Sú treyja seldist á 9,3 milljónir dollara fyrr á árinu.
Hafnabolti Bandaríkin Tengdar fréttir Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. 4. maí 2022 15:55