Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2022 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Andlit fórnarlambsins og annarra á svæðinu hafa verið afmáð. Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56
Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25
Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18