Elsku hjartans starfsfólk hjúkrunarheimila Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:30 Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun