Guardian greinir frá því að Peiter Zatko, öryggisstjóri og nú uppljóstrari sem hafi verið ráðinn í kjölfar tölvuárásar á 130 stærri aðganga á miðlinum árið 2020 segi Twitter fara verulega óvarlega með persónuupplýsingar notenda sinna. Öryggi þeirra sé ekki tryggt nægilega vel. Miðillinn hafi logið að notendum, yfirvöldum og eigin stjórnarmönnum um stöðuna á öryggi innan hans.
Hann segi notendur Twitter vera berskjaldaða gegn tölvuárásum og miðillinn hafi farið á skjön við samþykkt sína við alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC). Í samkomulagi við stofnunina árið 2011 hafi miðillinn lofað að leggja fram greinagóða öryggisáætlun um það hvernig mætti vernda gögn notenda. Eins og staðan sé í dag vanti upp á grunnöryggisstoðir.
Í kvörtun Zatko vegna öryggismála segir hann þrjátíu prósent tölva starfsmanna miðilsins hafi sjálfkrafa lokað á öryggisuppfærslu sem sett hafi verið af stað innan fyrirtækisins. Áhættunefnd stjórnar hafi sagt 92 prósent tölva fyrirtækisins hafa uppfærðan öryggisbúnað.
Zatko hafi veri rekinn í janúar í kjölfar þess að hann hafi bent á þessa öryggisbresti en Twitter segi honum hafa verið sagt upp vegna lélegrar frammistöðu.