VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2022 10:43 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira