Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 18:16 Barry Croft Jr., og Adam Fox. Þeir voru dæmdir sekir um ráðabrugg varðandi það að ræna ríkisstjóra Michigan og stnada frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. AP/Fógetinn í Kent-sýslu Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi. Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12