Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 16:51 Kókaínið sem fannst. Um er að ræða hundrað kíló af efninu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í nánu samstarfi vegna málsins en grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá lögreglunni hér á landi. Upplýsingarnar voru hluti af frumkvæðisrannsóknum lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum og var einn maður handtekinn eftir að hann hafði fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Lagt var hald á efnin í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Þrír af mönnunum voru nýlega úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 14. september næst komandi en sá fjórði var færður til afplánunar vegna annarra mála. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Holland Brasilía Fíkniefnabrot Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í nánu samstarfi vegna málsins en grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá lögreglunni hér á landi. Upplýsingarnar voru hluti af frumkvæðisrannsóknum lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum og var einn maður handtekinn eftir að hann hafði fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Lagt var hald á efnin í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Þrír af mönnunum voru nýlega úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 14. september næst komandi en sá fjórði var færður til afplánunar vegna annarra mála. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Holland Brasilía Fíkniefnabrot Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira