Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 15:33 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37
Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35