Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:02 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðismál ekki í nógu miklum forgangi í samfélaginu. vísir/egill Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira