„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2022 16:54 Frá vettvangi árásarinnar á Blönduósi fyrir hálfum öðrum sólarhring. Vísir Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. „Þetta er ótrúlegt og maður trúði ekki þessum fréttum þegar maður heyrði þær fyrst,“ segir Stefán Vagn sem ræddi voðaverkin á Blönduósi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Skotárásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. „Samfélagið er náttúrulega í rúst, miður sín og við erum það öll á þessu svæði. Einhvern veginn ímyndaði maður sér aldrei, þegar maður var hér í lögreglunni, að maður ætti eftir að upplifa svona hlut á þessu svæði. En svona er staðan í dag.“ Hann segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þróun í vopnaeign hér á landi. „Ef þú skoðar skýrslu greiningardeildar síðustu árin þá hafa komið athugasemdir frá lögreglunni um ákveðin hættumerki,“ segir Stefán Vagn. Um 87 þúsund skotvopn eru skráð hér á landi sem Stefán Vagn segir gríðarlega mikinn fjölda samanborið við nágrannalöndin. „Því miður er staðan sú að við getum sennilega aldrei tryggt að svona voðaverk gerist ekki. En við eigum að fara í aðgerðir til að tryggja að svona gerist ekki aftur. Ef ekki núna, hvenær þá?“ Bretta verði upp ermarnar, þeir hagaðilar sem geta komið að borðinu í þessum málum, og setja þunga í þau. „Við verðum að gera eitthvað. Við eigum engan kost í stöðunni.“ Stefán Vagn nefnir að auk þeirra skotvopna sem séu skráð sé töluverður fjöldi óskráður. „Miðað við þjóð sem telur 370 þúsund þá er þetta skotvopn á þriðja hvern einstakling sem er brjálæðisleg tala. Við þurfum að fara í alla þætti á þessu máli. Geðheilbrigðismál, skotvopnalöggjöfin, forvarnir og ekki síst þátt lögreglunnar. Við þurfum að bregðast við breyttu ástandi. Við verðum að vera fólk til að fara í þetta verkefni af fullum þunga og alvöru.“ Skiptar skoðanir hafa verið um hvort lögregla hér á landi skuli vopnbúast og þá að hve miklu leyti. „Ég held það hafi verið stigið rétt skref á sínum tíma að auka þjálfunarstig hjá hinum almenna lögreglumanni. Svo hún ætti auðveldara með að bregðast við atburðum sem þessum,“ segir Stefán Vagn. Sú breyting hafi orðið í framhaldi af voðaverkunum í Útey í Noregi þar sem almennir lögreglumenn þurftu að bíða eftir vopnuðum sérsveitarmönnum til að geta brugðist við. „Sú þróun að þjálfa almenna lögreglumenn og að aðgengi að vopnum sé betra er jákvæð þróun. Við eigum að halda áfram á þeirri vegferð. Vandamálið er að það vantar fleiri skólagengna lögreglumenn út á land. Þú getur ekki sett óskólagengna lögreglumenn í þá stöðu að þurfa að vopnast og fara inn í aðstæður eins og þessar.“ Árásarmaðurinn var áhugamaður um skotvopn en í ferli var að svipta hann skotvopnaleyfi. Skráð skotvopn hans höfðu þó verið tekin af honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar hann komst yfir byssuna sem hann notaði aðfaranótt sunnudag. „Ég held því miður að varsla skotvopna í heimahúsum sé mjög ábótavant,“ segir Stefán Vagn. „Ef þú átt fleiri en þrjú skotvopn þarftu læstan skáp. En ekki ef þú átt eitt eða tvö. Við þurfum að fara að hugsa þetta allt frá grunni. Hvernig getum við lágmarkað líkur á að svona gerist aftur í okkar samfélagi?“ Hann reiknar með umræðu um þessi mál á Alþingi. „Ef ekki mun ég sjálfur kalla eftir henni. Við verðum að fara yfir þessi mál. Ég trúi ekki öðru en félagar mínir á Alþingi taki undir það með mér.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Skotvopn Alþingi Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt og maður trúði ekki þessum fréttum þegar maður heyrði þær fyrst,“ segir Stefán Vagn sem ræddi voðaverkin á Blönduósi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Skotárásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. „Samfélagið er náttúrulega í rúst, miður sín og við erum það öll á þessu svæði. Einhvern veginn ímyndaði maður sér aldrei, þegar maður var hér í lögreglunni, að maður ætti eftir að upplifa svona hlut á þessu svæði. En svona er staðan í dag.“ Hann segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þróun í vopnaeign hér á landi. „Ef þú skoðar skýrslu greiningardeildar síðustu árin þá hafa komið athugasemdir frá lögreglunni um ákveðin hættumerki,“ segir Stefán Vagn. Um 87 þúsund skotvopn eru skráð hér á landi sem Stefán Vagn segir gríðarlega mikinn fjölda samanborið við nágrannalöndin. „Því miður er staðan sú að við getum sennilega aldrei tryggt að svona voðaverk gerist ekki. En við eigum að fara í aðgerðir til að tryggja að svona gerist ekki aftur. Ef ekki núna, hvenær þá?“ Bretta verði upp ermarnar, þeir hagaðilar sem geta komið að borðinu í þessum málum, og setja þunga í þau. „Við verðum að gera eitthvað. Við eigum engan kost í stöðunni.“ Stefán Vagn nefnir að auk þeirra skotvopna sem séu skráð sé töluverður fjöldi óskráður. „Miðað við þjóð sem telur 370 þúsund þá er þetta skotvopn á þriðja hvern einstakling sem er brjálæðisleg tala. Við þurfum að fara í alla þætti á þessu máli. Geðheilbrigðismál, skotvopnalöggjöfin, forvarnir og ekki síst þátt lögreglunnar. Við þurfum að bregðast við breyttu ástandi. Við verðum að vera fólk til að fara í þetta verkefni af fullum þunga og alvöru.“ Skiptar skoðanir hafa verið um hvort lögregla hér á landi skuli vopnbúast og þá að hve miklu leyti. „Ég held það hafi verið stigið rétt skref á sínum tíma að auka þjálfunarstig hjá hinum almenna lögreglumanni. Svo hún ætti auðveldara með að bregðast við atburðum sem þessum,“ segir Stefán Vagn. Sú breyting hafi orðið í framhaldi af voðaverkunum í Útey í Noregi þar sem almennir lögreglumenn þurftu að bíða eftir vopnuðum sérsveitarmönnum til að geta brugðist við. „Sú þróun að þjálfa almenna lögreglumenn og að aðgengi að vopnum sé betra er jákvæð þróun. Við eigum að halda áfram á þeirri vegferð. Vandamálið er að það vantar fleiri skólagengna lögreglumenn út á land. Þú getur ekki sett óskólagengna lögreglumenn í þá stöðu að þurfa að vopnast og fara inn í aðstæður eins og þessar.“ Árásarmaðurinn var áhugamaður um skotvopn en í ferli var að svipta hann skotvopnaleyfi. Skráð skotvopn hans höfðu þó verið tekin af honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar hann komst yfir byssuna sem hann notaði aðfaranótt sunnudag. „Ég held því miður að varsla skotvopna í heimahúsum sé mjög ábótavant,“ segir Stefán Vagn. „Ef þú átt fleiri en þrjú skotvopn þarftu læstan skáp. En ekki ef þú átt eitt eða tvö. Við þurfum að fara að hugsa þetta allt frá grunni. Hvernig getum við lágmarkað líkur á að svona gerist aftur í okkar samfélagi?“ Hann reiknar með umræðu um þessi mál á Alþingi. „Ef ekki mun ég sjálfur kalla eftir henni. Við verðum að fara yfir þessi mál. Ég trúi ekki öðru en félagar mínir á Alþingi taki undir það með mér.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Skotvopn Alþingi Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24
Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent