6 kr/km Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa. Kolefnisgjald Bensínlítri er verulega skattlagður en fyrir utan VSK, eins og allar vörur bera, þá er einnig þrefaldur aukaskattur lagður á bensín. Fyrir það fyrsta er kolefnisgjald lagt á lítrann sem nemur 10,5 kr/L. Bruni bensíns veldur losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verðgildi í nútímaumhverfi þar sem öll ríki hafa sammælst um að minnka losun með bindandi samkomulagi. Mörgum finnst þetta gjald hátt en ef það er sett í samhengi við verð á kolefni á ETS markaði þá ætti það í raun að vera um 25 kr/L. En kolefnisgjald verður aldrei lagt á annað en kolefni þannig að þessi skattur verður áfram bundinn við bruna jarðefnaeldsneytis. Eldsneytisgjöld Á bensín-lítrann eru svo lögð svokölluð bensíngjöld sem einhverra hluta vegna er skipt í tvennt þ.e. almennt bensíngjald 30,5 kr/L og svo sérstakt bensíngjald 48,7 kr/L. Þessi bensíngjöld nema því samanlagt 79,2 kr/L og hafa oft verið nefnd veggjöld í almennri umræðu þó að ríkinu beri í raun engin skylda til að nýta þessa fjármuni í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Þó að markaðar skatttekjur hafi verið aflagðar fyrir löngu þá tengja eðlilega flestir aukaskatta við sértæk verkefni eins og í þessu tilfelli við útgjöld til vegakerfisins. Þar sem rafbílar nota ekki bensín þá sleppur akstur slíkra bíla við þessa skatta en þeir eru auðvitað jafnháðir uppbyggingu vegakerfisins eins og aðrir bílar. Ef stefnan er að bílar borgi nokkuð jafnan hlut fyrir afnot af vegakerfinu þá er þessi gjaldtaka auðvitað bogin og ójöfn. Hafa ber í huga að óháð rafbílum þá er gjaldtakan bjöguð þar sem tveir jafnstórir bílar greiða stundum ójafna eldsneytisskatta af þeirri einföldu ástæðu að annar þeirra getur verið talsvert sparneytnari en hinn. Kílómetragjald Hvernig getum við jafnað leikinn í skatttekjum af umferð? Svarið er einfalt, eins og margir hafa bent á, þ.e. að koma á kílómetragjaldi sem auðvelt væri að innheimta í gegnum bifreiðagjöld. En hversu há eiga þessi gjöld að vera? Með nokkurri einföldun má segja að meðalrauneyðsla bensínfólksbíla sé um 7,5 L/100km. Samanlögð bensíngjöld á hvern kílómeter væri þá um 6 kr/km. 15 þúsund kílómetra akstur ári myndi þá kosta 90 þúsund kr sem hægt væri að rukka í tveimur greiðslum líkt og bifreiðagjöld í dag. Hægt væri að leiðrétta upphæðina miðað við raunakstur við hefðbundna skoðun bifreiða. Bensínlítrinn myndi þá lækka um 79 kr og gjaldtakan færast til en jafnframt jafnast á milli bifreiða. Myndu rafbílar þola slíka gjaldtöku eða færi þeirra rómaði rekstrarsparnaður út um þúfur? Vissulega myndi rekstrarkostnaður rafbíla aukast sem þessu nemur en samt sem áður yrði rafbílinn talsvert ódýrari í rekstri en sambærilegur bensínbíll. Með fullum veggjöldum á rafbíla til jafns við bensínbíla myndi akstur rafbíla ennþá vera talsvert ódýrari. Orkukostnaður bensínbíls sem eyðir 7,5 L/100km er í dag rúmlega 2000 kr fyrir 100 km akstur. Rafbíll í heimahleðslu borgar einungis um 350 kr fyrir 100 km akstur. Ef 6 kr/km væri bætt við rafbílinn þá færi kostnaður við 100 km akstur upp í 950 krónur sem væri samt sem áður rúmlega helmingi minni en hjá bensínbíl. Áfram þarf þó tímabundið að styðja við innkaup á rafbílum enda skynsamleg samfélagsleg fjárfesting fyrir ríkið í meiri orkuöryggi, meiri efnahagsstöðuleika, minni heilsuspillandi mengun og lægri framtíðar loftslagskostnaði. Með kílómetragjaldi skapast líka ýmsir möguleikar til að ná fram fjölbreyttum samfélagsmarkmiðum. Hægt er að auka gjaldið eða lækka fyrir ákveðna hópa eða skilgreind markmið. Til dæmis hvað varðar þyngd og heilsuspillandi mengun ökutækja eða til að lækka kostnað íbúa sem eru háðir mikilli keyrslu vegna búsetu. Mestu skiptir að koma þessu á og bæta síðan kerfið og aðlaga eftir þörfum hvers tíma. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa. Kolefnisgjald Bensínlítri er verulega skattlagður en fyrir utan VSK, eins og allar vörur bera, þá er einnig þrefaldur aukaskattur lagður á bensín. Fyrir það fyrsta er kolefnisgjald lagt á lítrann sem nemur 10,5 kr/L. Bruni bensíns veldur losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verðgildi í nútímaumhverfi þar sem öll ríki hafa sammælst um að minnka losun með bindandi samkomulagi. Mörgum finnst þetta gjald hátt en ef það er sett í samhengi við verð á kolefni á ETS markaði þá ætti það í raun að vera um 25 kr/L. En kolefnisgjald verður aldrei lagt á annað en kolefni þannig að þessi skattur verður áfram bundinn við bruna jarðefnaeldsneytis. Eldsneytisgjöld Á bensín-lítrann eru svo lögð svokölluð bensíngjöld sem einhverra hluta vegna er skipt í tvennt þ.e. almennt bensíngjald 30,5 kr/L og svo sérstakt bensíngjald 48,7 kr/L. Þessi bensíngjöld nema því samanlagt 79,2 kr/L og hafa oft verið nefnd veggjöld í almennri umræðu þó að ríkinu beri í raun engin skylda til að nýta þessa fjármuni í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Þó að markaðar skatttekjur hafi verið aflagðar fyrir löngu þá tengja eðlilega flestir aukaskatta við sértæk verkefni eins og í þessu tilfelli við útgjöld til vegakerfisins. Þar sem rafbílar nota ekki bensín þá sleppur akstur slíkra bíla við þessa skatta en þeir eru auðvitað jafnháðir uppbyggingu vegakerfisins eins og aðrir bílar. Ef stefnan er að bílar borgi nokkuð jafnan hlut fyrir afnot af vegakerfinu þá er þessi gjaldtaka auðvitað bogin og ójöfn. Hafa ber í huga að óháð rafbílum þá er gjaldtakan bjöguð þar sem tveir jafnstórir bílar greiða stundum ójafna eldsneytisskatta af þeirri einföldu ástæðu að annar þeirra getur verið talsvert sparneytnari en hinn. Kílómetragjald Hvernig getum við jafnað leikinn í skatttekjum af umferð? Svarið er einfalt, eins og margir hafa bent á, þ.e. að koma á kílómetragjaldi sem auðvelt væri að innheimta í gegnum bifreiðagjöld. En hversu há eiga þessi gjöld að vera? Með nokkurri einföldun má segja að meðalrauneyðsla bensínfólksbíla sé um 7,5 L/100km. Samanlögð bensíngjöld á hvern kílómeter væri þá um 6 kr/km. 15 þúsund kílómetra akstur ári myndi þá kosta 90 þúsund kr sem hægt væri að rukka í tveimur greiðslum líkt og bifreiðagjöld í dag. Hægt væri að leiðrétta upphæðina miðað við raunakstur við hefðbundna skoðun bifreiða. Bensínlítrinn myndi þá lækka um 79 kr og gjaldtakan færast til en jafnframt jafnast á milli bifreiða. Myndu rafbílar þola slíka gjaldtöku eða færi þeirra rómaði rekstrarsparnaður út um þúfur? Vissulega myndi rekstrarkostnaður rafbíla aukast sem þessu nemur en samt sem áður yrði rafbílinn talsvert ódýrari í rekstri en sambærilegur bensínbíll. Með fullum veggjöldum á rafbíla til jafns við bensínbíla myndi akstur rafbíla ennþá vera talsvert ódýrari. Orkukostnaður bensínbíls sem eyðir 7,5 L/100km er í dag rúmlega 2000 kr fyrir 100 km akstur. Rafbíll í heimahleðslu borgar einungis um 350 kr fyrir 100 km akstur. Ef 6 kr/km væri bætt við rafbílinn þá færi kostnaður við 100 km akstur upp í 950 krónur sem væri samt sem áður rúmlega helmingi minni en hjá bensínbíl. Áfram þarf þó tímabundið að styðja við innkaup á rafbílum enda skynsamleg samfélagsleg fjárfesting fyrir ríkið í meiri orkuöryggi, meiri efnahagsstöðuleika, minni heilsuspillandi mengun og lægri framtíðar loftslagskostnaði. Með kílómetragjaldi skapast líka ýmsir möguleikar til að ná fram fjölbreyttum samfélagsmarkmiðum. Hægt er að auka gjaldið eða lækka fyrir ákveðna hópa eða skilgreind markmið. Til dæmis hvað varðar þyngd og heilsuspillandi mengun ökutækja eða til að lækka kostnað íbúa sem eru háðir mikilli keyrslu vegna búsetu. Mestu skiptir að koma þessu á og bæta síðan kerfið og aðlaga eftir þörfum hvers tíma. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun