Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:47 Magnús Magnússon sóknarprestur Húnavatnsprestakalls segir allt samfélagið harmi slegið. Áfallateymi fundar í dag um frekari viðbrgöð í samfélaginu. Vísir Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum. Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum.
Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira