Gummersbach, sem er nýliði í þýsku Bundesligunni í vetur, vann tapaði með fjórum mörkum fyrir MT Melsungen, 34-38, í einum af síðustu æfingarleikjum liðsins fyrir komandi tímabil.
Elliði Snær skoraði þrjú mörk í leiknum en það var eitt þeirra sem vakti sérstaka athygli.
Elliði fór þá inn af línunni og skoraði með því að lyfta boltanum yfir pólska markvörðinn Adam Morawski með miklum tilþrifum.
Samfélagsmiðlafólk Gummersbach var svo hrifið af tilþrifum Eyjamannsins að þeir birtu heila myndasyrpu af markinu hans sem má sjá hér fyrir ofan á Fésbókinni og fyrir neðan á Instagram.
Elliði Snær er að hefja sitt þriðja tímabil með félaginu en fyrstu tvö árin var Gummersbach í b-deildinni.
Hann var með 116 mörk í 41 leik á síðustu leiktíð eða 2,8 að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 82 mörk árið á undan.