Sjáðu heitasta leikmann deildarinnar skora þrjú og unga hetju tryggja ÍA sigur Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 09:01 Nökkvi Þeyr Þórisson glaðbeittur eftir eitt af mörkum sínum í Garðabæ í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir sigur í Garðabæ og ÍA dró ÍBV niður í fallbaráttuna í Bestu deild karla í fótbolta. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hélt áfram að fara á kostum og skoraði þrennu fyrir KA í 4-2 sigrinum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann er þar með langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk nú þegar KA hefur spilað 18 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Blikum sem spila gegn Fram í kvöld. Alls voru fjögur mörk skoruð úr vítaspyrnum í Garðabæ í gær. Jóhann Árni Gunnarsson nýtti báðar spyrnur Stjörnunnar og tvö af mörkum Nökkva komu af vítapunktinum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði annað mark KA í leiknum og hefur því skorað í þremur deildarleikjum í röð. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA Haukur Andri Haraldsson, sem er nýorðinn 17 ára, tryggði ÍA afar dýrmætan sigur gegn ÍBV með marki undir lok leiks. Haukur Andri, sem er bróðir Tryggva Hrafns í Val og landsliðsmannsins Hákons Arnars, skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild og stórbætti stöðu ÍA sem komst úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Leikni, sem þó á tvo leiki til góða. Kristian Lindberg hafði komið ÍA yfir í fyrri hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason jafnað metin fyrir ÍBV nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og ÍBV Átjándu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með fjórum leikjum og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hinum tveimur streymt á Bestu deildar rásunum. FH reynir að hefja endurreisn sína með sigri gegn Keflavík klukkan 18 og klukkan 20:15 er stórleikur á milli Víkings og Vals. Þessir leikir eru á Stöð 2 Sport en á Bestu deildar rásunum má sjá leikni Leiknis og KR, og Fram og Breiðabliks. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla ÍA ÍBV Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hélt áfram að fara á kostum og skoraði þrennu fyrir KA í 4-2 sigrinum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann er þar með langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk nú þegar KA hefur spilað 18 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Blikum sem spila gegn Fram í kvöld. Alls voru fjögur mörk skoruð úr vítaspyrnum í Garðabæ í gær. Jóhann Árni Gunnarsson nýtti báðar spyrnur Stjörnunnar og tvö af mörkum Nökkva komu af vítapunktinum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði annað mark KA í leiknum og hefur því skorað í þremur deildarleikjum í röð. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA Haukur Andri Haraldsson, sem er nýorðinn 17 ára, tryggði ÍA afar dýrmætan sigur gegn ÍBV með marki undir lok leiks. Haukur Andri, sem er bróðir Tryggva Hrafns í Val og landsliðsmannsins Hákons Arnars, skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild og stórbætti stöðu ÍA sem komst úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Leikni, sem þó á tvo leiki til góða. Kristian Lindberg hafði komið ÍA yfir í fyrri hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason jafnað metin fyrir ÍBV nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og ÍBV Átjándu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með fjórum leikjum og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hinum tveimur streymt á Bestu deildar rásunum. FH reynir að hefja endurreisn sína með sigri gegn Keflavík klukkan 18 og klukkan 20:15 er stórleikur á milli Víkings og Vals. Þessir leikir eru á Stöð 2 Sport en á Bestu deildar rásunum má sjá leikni Leiknis og KR, og Fram og Breiðabliks. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla ÍA ÍBV Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15