Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að slökkvistarfi ljúki senn og að það hafi gengið vel. Eldurinn hafi verið kominn í þak viðbyggingarinnar og að rífa hafi þurft hluta þess af.
Allt tiltækt lið þriggja slökkviliðsstöðva hafi verið sent á vettvang en annað útkall hafi borist á svo gott sem sama tíma og þurfti lið einnar stöðvar því að sinna því. Það reyndist einungis vera eldur í potti á hellu.
Uppfært klukkan 7:00: Eldurinn við St. Jósepsspítala kom upp í viðbyggingu við kapelluna. Byrjað hafi verið rífa bygginguna og stóð til að halda niðurrifi áfram í dag.