Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. ágúst 2022 07:00 Getty Images Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana. Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Spænska dagblaðið El País hefur komist yfir minnisblað framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem sent hefur verið til utanríkiráðherra aðildarríkjanna, þar sem lýst er áhyggjum af því að ríki Evrópu séu að missa ítök sín í Suður-Ameríku. Það geti ógnað pólitísku og efnahagslegu jafnvægi og dregið úr möguleikum ríkjanna á hagstæðum viðskiptum á alls kyns hrávörum, til að mynda jarðefnaeldsneyti. ESB hefur vanrækt samband sitt við S-Ameríku Í skýrslunni er lýst miklum áhyggjum af auknum áhrifum Kína og Rússlands í álfunni, jafnt pólitískum sem efnahagslegum. Því hefur verið sett upp áætlun til að bæta ímynd sambandsins verulega á næsta ári, með fundum og umtalsverðri innspýtingu fjár í margskonar fjárfestingar. Alls er ráðgert að verja 8 milljörðum evra til verksins. Evrópusambandið viðurkennir að hafa vanrækt skyldur sínar og samband við Rómönsku Ameríku í hartnær áratug, til að mynda hefur enginn leiðtogafundur álfanna verið haldinn síðan 2015. Augu manna í Evrópu hafi í meira mæli beinst að málefnum Líbýu, Sýrlands og nú síðast Úkraínu. Nú er búið að setja leiðtogafund á dagskrá síðla næsta árs til að reyna að bæta úr vanrækslu síðustu ára. Kína hefur 26-faldað fjárfestingar sínar Á meðan hafi Kína dælt peningum inn í ríki Suður-Ameríku og 26-faldað fjárfestingar sínar síðan um aldamótin. Kína er í dag ýmist stærsti eða næststærsti viðskiptafélagi ríkja Suður-Ameríku, ásamt Bandaríkjunum. Þann sess hefur Evrópusambandið haft um áratuga skeið. En nú er Snorrabúð stekkur og til að bæta gráu ofan á svart, hafa leiðtogaskipti í nokkrum ríkjum álfunnar, haldið aukinni vöku fyrir ráðamönnum í Brussel. Það hefur glögglega komið í ljós í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en stjórnvöld margra ríkja Suður-Ameríku hafa verið treg til að ljá afstöðu Evrópuríkja til stríðsins stuðning sinn, og þykja jafnvel í meira lagi vilhöll undir málstað Rússlands. Á sameiginlegri þingmannaráðstefnu evrópskra og suður-amerískra þingmanna í Buenos Aires í vor tókst til að mynda ekki að fá samþykkta ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd. Zelenski biðlar til leiðtoga í S-Ameríku Zelenski Úkraínuforseti virðist gera sér grein fyrir þessari vandasömu stöðu, hann hefur verið í beinu sambandi við leiðtoga nokkurra Suður-Ameríkuríkja og sl. miðvikudag ávarpaði hann stjórnmálaleiðtoga og almenna borgara í álfunni í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann reyndi að biðla til þeirra. Hann þykir hafa fengið heldur kaldar móttökur, sérstaklega í Brasilíu og Argentínu. Í skjalinu er hamrað á mikilvægi þess að bæta samskiptin við ríki Suður-Ameríku þó ekki væri nema vegna þess að Venesúela, Argentína og Brasilía ráða yfir gríðarlega miklum olíu- og gasbirgðum sem gætu komið sér í góðar þarfir, ef aðalbirgir Evrópu, Rússland, ákveður á næstunni að skrúfa fyrir þessa tvo krana.
Evrópusambandið Kína Rússland Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira