Ómar Ingi: Létum Breiðablik hafa fyrir hlutnum Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2022 22:30 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í leik kvöldsins gegn Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét HK er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Kórnum. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, bar höfuðið hátt eftir naumt tap gegn toppliði Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira