Auglýst í starf Arnars mjög fljótlega: „Fengið mjög mikla og góða hjálp“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 11:00 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðs karla á miklum umbrotatímum. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson segir það „að sjálfsögðu ekki ákjósanlegt“ að hann skuli í svo langan tíma hafa gegnt tveimur stórum störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Það hafi gengið með góðri aðstoð. Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar. KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar.
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Sjá meira
Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn