Auglýst í starf Arnars mjög fljótlega: „Fengið mjög mikla og góða hjálp“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 11:00 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðs karla á miklum umbrotatímum. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson segir það „að sjálfsögðu ekki ákjósanlegt“ að hann skuli í svo langan tíma hafa gegnt tveimur stórum störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Það hafi gengið með góðri aðstoð. Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar. KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar.
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01