Auglýst í starf Arnars mjög fljótlega: „Fengið mjög mikla og góða hjálp“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 11:00 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðs karla á miklum umbrotatímum. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson segir það „að sjálfsögðu ekki ákjósanlegt“ að hann skuli í svo langan tíma hafa gegnt tveimur stórum störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Það hafi gengið með góðri aðstoð. Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar. KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Sjá meira
Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar.
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Sjá meira
Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01