Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 15:01 Þorgrímur Smári mun ekki þurfa að nota harpix á komandi leiktíð. Vísir/Elín Björg Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira