„Ég get ruglað og bullað með Guðna“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 21:30 Hilmar Örn ætlar að rugla og bulla með Guðna Val í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason munu báðir keppa til úrslita á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München í Þýskalandi eftir góðan árangur í undanriðlunum í dag. Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sjá meira
Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sjá meira
Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42
Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12