Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:22 Ummæli Abbas hafa vakið hörð viðbrögð. AP/epa Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis. Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis.
Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira