Hylltur sem hetja eftir að hafa hætt að hlaupa til að hjálpa keppinauti á EM Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:31 Nahuel Carabana stoppaði til að hjálpa hinum danska Axel Vang Christensen þrátt fyrir að vera í miðri keppni í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Getty/Matthias Hangst Það er afar sjaldgæft að keppanda á stórmóti sé klappað lof í lófa af öllum viðstöddum, komi hann langsíðastur í mark. Sú var þó raunin í 3.000 metra hindrunarhlaupi á EM í frjálsíþróttum í gær. Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira