Hefur snúið við blaðinu og fær milda refsingu Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 11:59 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á málflutning verjanda mannsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir auðgunarbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði snúið lífi sínu til betri vegar síðan brotin voru framin. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotist inn á heimili í Reykjavík árið 2019 og stolið þaðan Macbook fartölvu, Iphone 10, bíllyklum að Ford Explorer bíl og fimm greiðslukortum. Greiðslukortin nýtti hann til þess að taka út 120 þúsund krónur úr alls þremur hraðbönkum. Samkvæmt almennum hegningarlögum varða brot mannsins allt að sex ára fangelsi. Maðurinn játaði sök í öllum ákæruliðum en lögmaður hans fór fram að honum yrði ekki gerð refsing en að öðrum kosti vægustu refsingar sem lög leyfa. „Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað brot sín greiðlega fyrir dómi. Einnig er litið til þess sem kom fram í máli verjanda að ákærði sé búinn að taka á sínum málum, iðrist gjörða sinna og sé búinn að snúa lífi sínu til betri vegar,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá var einnig vísað til þess að langt sé liðið síðan maðurinn framdi brotin og honum yrði ekki kennt um drátt á meðferð málsins. Með vísan til framangreinds var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisrefsingar en fullnustu hennar frestað til tveggja ára, haldi hann almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 95 þúsund krónur. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotist inn á heimili í Reykjavík árið 2019 og stolið þaðan Macbook fartölvu, Iphone 10, bíllyklum að Ford Explorer bíl og fimm greiðslukortum. Greiðslukortin nýtti hann til þess að taka út 120 þúsund krónur úr alls þremur hraðbönkum. Samkvæmt almennum hegningarlögum varða brot mannsins allt að sex ára fangelsi. Maðurinn játaði sök í öllum ákæruliðum en lögmaður hans fór fram að honum yrði ekki gerð refsing en að öðrum kosti vægustu refsingar sem lög leyfa. „Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað brot sín greiðlega fyrir dómi. Einnig er litið til þess sem kom fram í máli verjanda að ákærði sé búinn að taka á sínum málum, iðrist gjörða sinna og sé búinn að snúa lífi sínu til betri vegar,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá var einnig vísað til þess að langt sé liðið síðan maðurinn framdi brotin og honum yrði ekki kennt um drátt á meðferð málsins. Með vísan til framangreinds var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisrefsingar en fullnustu hennar frestað til tveggja ára, haldi hann almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 95 þúsund krónur.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira