Íslenski boltinn

Blikar missa þrjá leikmenn í leikbann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Damir Muminovic fékk að líta rauða spjaldið í leik Breiðablik og Víkings og verður því í leikbanni í næsta leik.
Damir Muminovic fékk að líta rauða spjaldið í leik Breiðablik og Víkings og verður því í leikbanni í næsta leik. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, verður án þriggja leikmanna sinna er liðið heimsækir Fram í 18. umferð deildarinnar næstkomandi mánudag.

Fyrr í dag voru þeir Dagur Dan Þórhallsson, Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson úrskurðaðir í bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ og munu þeir því missa af næsta deildarleik liðsins.

Dagur og Gísli fengu báðir gult spjald í 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingi í gær og eru það því uppsöfnuð gul spjöld sem gera það að verkum að þeir verða í banni. Damir Muminovic fékk rautt spjald í þessum sama leik og verður í banni af þeim sökum.

Þá verður Logi Tómasson, leikmaður Víkings, einnig í banni í næstu umferð þegar liðið tekur á móti Val vegna uppsafnaðra áminninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×