Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 14:35 Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu. Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu.
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31