Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 12:00 Bjarni segir það vekja athylgi hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum, þeir búi nú yfir tugmilljóna króna sjóðum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. „Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“ Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Mér finnst við hafa gengið þó nokkuð langt í beinum fjárhagslegum stuðningi við stjórnmálaflokka. Spegilmynd þess er aftur sú að við göngum nokkuð langt í að takmarka heimildir flokkanna til að fjármagna sig af eigin rammleik,“ segir Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Ríflegur stuðingur við flokka sem eiga ekki fulltrúa á þingi Bjarni segir að þetta eiga bæði um framlög frá einstaklingum, flokksfólki eða öðrum, og svo fyrirtækjum. En lögum um starfsemi stjórnmálaflokka er þeim óheimilt að taka á móti hærri framlögum frá lögaðilum en sem nemur 550.000 krónum á ári. Stjórnmálafélögum innan samstæðu stjórnmálasamtaka er þó heimilt að taka á móti framlögum frá lögaðilum umfram þá fjárhæð, samtals að hámarki 100.000 krónur. Bjarni segir að sett hafi verið nokkuð ströng viðmið um hámarksframlög. „Ég hef ekki framkvæmt neina rannsókn á því nákvæmlega hvað þetta hefur haft í för með sér en hef hins vegar tekið eftir því tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum.“ Frá kosningavöku Stöðvar2 2021. Gunnar Smári Egilsson einn leiðtoga Sósíalistaflokksins. Bjarni Benediktsson segir það vekja athygl hversu ríflegur stuðningur er við flokka sem náðu engum fulltrúa á þing, en Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem náði yfir 2,5 prósenta viðmiðið sem þýðir að þeir njóta framlaga frá hinu opinbera.vísir/vilhelm Átta flokkar náðu manni inn í kjölfar síðustu alþingiskosninga. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem náði meiru en 2,5 prósenta viðmiðinu eftir kosningarnar 2021 en kveðið er á um í reglum að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum þá samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að veita í stjórnmálasamtök Bjarni segir það í sjálfu sér ekki vandamál að fólk eigi auðvelt með að stofna stjórnmálaflokka og láta í sér heyra, enda eðlilegur hluti af því að framkvæma lýðræðið í landinu. „Því eru hins vegar mörk sett hve langt á að ganga í að verja úr sameiginlegum sjóðum, af skattfé landsmanna, til þess að halda slíkri starfsemi úti. Að mínu áliti ættum við að gefa stjórnmálaflokkum meira svigrúm til að afla sér fjár á eigin forsendum og um leið að draga úr beinum opinberum styrkjum.“ Spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir breytingum á reglum um þetta segir Bjarni að í júní hafi verið kynntar ýmsar aðhalds- og þennsluminnkandi aðgerðir. „Og þar var meðal annars dregið úr framlögum til stjórnmálaflokka, ásamt því að minnka verulega ferðakostnað stjórnarráðsins og fleira. Þess utan hef ég ekki lagt til grundvallarbreytingar á fyrirkomulaginu, en mér þykir mikilvægt að það sé reglulega til umræðu – að þessi útgjöld séu ekki á sjálfstýringu.“
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira