Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 09:28 Rannsóknarskipið Yuan Wang 5 við bryggju í Hambantota í morgun. Skipið er rekið af kínverska hernum og hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. AP/Eranga Jayawardena Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína. Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína.
Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01
Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42
Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21
Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45