Næstkaldasta sumar aldarinnar í höfuðborginni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 22:01 Einn af mörgum hráslagalegum sumardögum í Reykjavík árið 2022. Vísir/vilhelm Sumarið sem er að líða í Reykjavík er það næstkaldasta á öldinni og það fimmta blautasta. Þá hefur hæsti hiti ekki mælst lægri í borginni síðan um aldamót. Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“ Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira