Vatnaskil í lífi Geirs: „Ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Geir Sveinsson vinnur nú að því að flytja til Hveragerði með fjölskyldu sinni en hann hefur verið búsettur erlendis síðustu tíu ár. Aðsend „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir Geir Sveinsson nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í viðtali við Bakaríið síðasta laugardag. „Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Innlit á Bessastaði Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
„Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Innlit á Bessastaði Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Sjá meira
Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44