Vatnaskil í lífi Geirs: „Ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Geir Sveinsson vinnur nú að því að flytja til Hveragerði með fjölskyldu sinni en hann hefur verið búsettur erlendis síðustu tíu ár. Aðsend „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir Geir Sveinsson nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í viðtali við Bakaríið síðasta laugardag. „Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
„Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44