Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 08:48 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. Þetta segir Halldór Benjamín í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Þar segir hann að hann sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi aðeins að koma að gerð kjarasamninga á lokametrunum með fáum og markvissum aðgerðum. Þær eigi að vera til þess gerðar að loka kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það getur ekki verið þannig að viðræður aðila á almennum vinnumarkaði geti ekki hafist vegna þess að ríkið sé að boða einhverjar aðgerðir og/eða vinnuhópa meðan kjarasamningaviðræður eiga að fara fram,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og segja má að þau hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands í síðustu viku. Hún sagði við það tilefni ástæðu starfsloka sinna að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Halldór Benjamín segir í Morgunblaðinu í morgun að átökin styrki hvorki stöðu ASÍ í komandi kjaraviðræðum né viðsemjenda þeirra. „Það sem ég óska eftir er vinnufriður og að Alþýðusambandið geti náð saman um þau meginverkefni sem lúta að gerð kjarasamnings. Nú fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð fyrir sín aðildarfélög í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins að þessu sinni. Hins vegar eru þau mikilvæg,“ segir Halldór og nefnir þar sérstaklega aðkomu ASÍ að þríhliða samtali við stjórnvöld sem hann telji að muni fara fram við lok samningsgerðar. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þetta segir Halldór Benjamín í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Þar segir hann að hann sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi aðeins að koma að gerð kjarasamninga á lokametrunum með fáum og markvissum aðgerðum. Þær eigi að vera til þess gerðar að loka kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það getur ekki verið þannig að viðræður aðila á almennum vinnumarkaði geti ekki hafist vegna þess að ríkið sé að boða einhverjar aðgerðir og/eða vinnuhópa meðan kjarasamningaviðræður eiga að fara fram,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og segja má að þau hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands í síðustu viku. Hún sagði við það tilefni ástæðu starfsloka sinna að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Halldór Benjamín segir í Morgunblaðinu í morgun að átökin styrki hvorki stöðu ASÍ í komandi kjaraviðræðum né viðsemjenda þeirra. „Það sem ég óska eftir er vinnufriður og að Alþýðusambandið geti náð saman um þau meginverkefni sem lúta að gerð kjarasamnings. Nú fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð fyrir sín aðildarfélög í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins að þessu sinni. Hins vegar eru þau mikilvæg,“ segir Halldór og nefnir þar sérstaklega aðkomu ASÍ að þríhliða samtali við stjórnvöld sem hann telji að muni fara fram við lok samningsgerðar.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01