Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:37 Yfirvöld í Íran segjast enga ábyrgð bera á banatilræðinu gegn Rushdie. Myndin er af æðsta leiðtoga Íran, Ali Khamenei. Getty/Íranska leiðtogaembættið Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hinn 75 ára gamli Rushdi var stunginn margsinnis á föstudag á viðburði í New York borg í Bandaríkjunum. Hann var staddur á ráðstefnu þar sem hann var við það að halda fyrirlestur þegar ráðist var á hann. Rushdie hlaut alvarlega áverka í árásinni, þar á meðal skaða á lifur, taugaendar í handleggi hans voru skornir og þá hlaut hann skaða á auga sömuleiðis. Talið er líklegt að hann missi augað. Þrátt fyrir þetta er Rushdie kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Rithöfundurinn Salman Rushdie liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir banatilræði gegn honum.AP/Evan Agostini Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði á blaðamannafundi í morgun að írönsk yfirvöld bæru enga ábyrgð. „Við teljum að engum öðrum sé um að kenna en Salman Rushdie og aðdáendum hans um árásina á hann,“ sagði Kanaani. „Enginn hefur rétt á að saka Íran um neitt í þessu máli.“ Árásarmaður Rushdi, hinn 24 ára gamli Hadi Matar, var um helgina leiddur fyrir dómara þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á viðburðinn. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt gegn tryggingu. Hadi Matar sagðist um helgina saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Komeini, fyrrverandi æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ á hendur Rushdie í kjölfar þess að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Það þýðir að hann varð réttdræpur með yfirlýsingu æðstaklerksins og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Matar hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 „Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær. 13. ágúst 2022 18:00
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25