Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 23:03 Fjallaskíðamaður í nágrenni Dalvíkur. Getty Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað. Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað.
Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07