Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 21:25 Rushdie er nú í aðgerð. EPA/Rafal Guz Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022 Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03
Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20