„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertssonar er borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. „Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01