Lestur barna er á ábyrgð foreldra Guðrún Kjartansdóttir skrifar 11. ágúst 2022 15:00 Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar