Ég skora á þig að verða vegan! Birta Ísey skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vegan Loftslagsmál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar