Börn geti fengið of stóran skammt af svefnlyfjum vegna ósamræmis samheitalyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 22:17 Viðar Örn Eðvarðsson segir að þegar fjölskyldur séu komnar í þrot vegna svefnleysis barns geti þurft að ávísa svefnlyfjum, Samsett/Domus/Getty Sérfræðingur í nýrnalækningum barna segir „bagalegt“ að lyfseðilsskylt svefnlyf fyrir börn fáist ekki á landinu og að samheitalyf skuli koma í mörgum mismunandi styrkleikum. Slíkt geti valdið því að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til. Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til.
Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira