Börn geti fengið of stóran skammt af svefnlyfjum vegna ósamræmis samheitalyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 22:17 Viðar Örn Eðvarðsson segir að þegar fjölskyldur séu komnar í þrot vegna svefnleysis barns geti þurft að ávísa svefnlyfjum, Samsett/Domus/Getty Sérfræðingur í nýrnalækningum barna segir „bagalegt“ að lyfseðilsskylt svefnlyf fyrir börn fáist ekki á landinu og að samheitalyf skuli koma í mörgum mismunandi styrkleikum. Slíkt geti valdið því að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til. Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til.
Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira