Þjálfari Senegal svarar hinum umdeilda forseta Napoli: „Erum ekki að berjast við félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 23:01 Aliou Cisse (til vinstri), þjálfari Senegal. EPA-EFE/KHALED ELFIQI Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Þeir mega ekki spila á Afríkumótinu. Þetta telur Aliou Cisse, þjálfari Senegal, gjörsamlega fráleitt. Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira