Taktu tvær – vörumst netglæpi Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:31 Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Netglæpir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun