Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 11:36 Kristján Þórður Snæbjarnarson tók í morgun við embætti forseta Alþýðusamband Íslands. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54