Efling búin að greiða skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 23:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í skriflegu svari til Ríkisútvarpsins að gjöldin hefðu ekki skilað sér á réttan stað vegna mistaka. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins. Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira