Benfica vann fyrri leik liðanna 4-1 í Portúgal og því ljóst að brekkan væri brött fyrir Elías og félaga.
Elías var á sínum stað á milli stanganna hjá danska liðinu, en það kom ekki í veg fyrir að Enzo Fernandez kæmi gestunum í Benfica í forystu á 23. mínútu.
Henrique Araujo tvöfaldaði svo forystu gestanna snemma í síðari hálfleik áður en Pione Sisto minnkaði muninn fyrir Midtjylland.
Það var svo Diogo Goncalves sem gerði endanlega út um einvígið þegar hann skoraði þriðja mark Benfica á 88. mínútu. Niðurstaðan því 1-3 sigur Benfica sem er nú komið í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Elías og félagar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.