Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 10:01 Andri Þór Helgason lék einkar vel seinni hluta síðasta tímabils. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið endi því í sama sæti þriðja árið í röð. Síðan Grótta kom aftur upp í Olís-deildina hefur liðið haldið sér sannfærandi uppi og á síðasta tímabili voru Seltirningar hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hætti Arnar Daði Arnarsson óvænt sem þjálfari Gróttu eftir þriggja ára starf. Við af honum tók Róbert Gunnarsson. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf silfurdrengsins og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í því. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Gróttu í sumar. Ólafur Brim Stefánsson skilur eftir sig stórt skarð í vörn og sókn en tveir bestu menn Seltirninga á síðasta tímabili verða áfram hjá liðinu; markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Birgir Steinn Jónsson sem var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar. Birgir er upphaf og endir alls í sóknarleik Seltirninga en vonandi fyrir þá getur Theis Koch Søndergård, sem Grótta fékk á láni frá Álaborg, létt aðeins undir með honum. Grótta ætti að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni og það er væntanlega markmiðið eftir að hafa fest sig í sessi í deild þeirra bestu. Líklega er þó öruggast að setja aurinn sinn á að Seltirningar endi í 10. sætinu sínu. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili, bæði í vörn og sókn.vísir/hulda margrét Ein bestu félagaskipti síðustu ára í íslenskum handbolta voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið mikla ábyrgð á Nesinu sem hefur heldur betur valdeflt hann. Birgir var meðal hæstu manna í mörkum og stoðsendingum á síðasta tímabili og besti varnarmaður Olís-deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz. Grótta heldur honum ekki endalaust og verður að reyna að hámarka árangur sinn meðan Birgir er í bláu treyjunni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Grótta spilaði ekki með örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan á síðasta tímabili og þótt Daníel Örn Griffin sé kominn aftur úr erfiðum meiðslum er hægri skyttustaðan sú veikasta hjá Gróttu. Þótt Halldór Ingólfsson sé þekktastur fyrir afrek sín með Haukum er hann uppalinn á Nesinu og myndi eflaust nýtast þessu Gróttuliði stórvel. Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið endi því í sama sæti þriðja árið í röð. Síðan Grótta kom aftur upp í Olís-deildina hefur liðið haldið sér sannfærandi uppi og á síðasta tímabili voru Seltirningar hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Skömmu eftir að síðasta tímabili lauk hætti Arnar Daði Arnarsson óvænt sem þjálfari Gróttu eftir þriggja ára starf. Við af honum tók Róbert Gunnarsson. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf silfurdrengsins og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í því. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Gróttu í sumar. Ólafur Brim Stefánsson skilur eftir sig stórt skarð í vörn og sókn en tveir bestu menn Seltirninga á síðasta tímabili verða áfram hjá liðinu; markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Birgir Steinn Jónsson sem var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar. Birgir er upphaf og endir alls í sóknarleik Seltirninga en vonandi fyrir þá getur Theis Koch Søndergård, sem Grótta fékk á láni frá Álaborg, létt aðeins undir með honum. Grótta ætti að geta gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni og það er væntanlega markmiðið eftir að hafa fest sig í sessi í deild þeirra bestu. Líklega er þó öruggast að setja aurinn sinn á að Seltirningar endi í 10. sætinu sínu. Gengi Gróttu undanfarinn áratug 2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti) Lykilmaðurinn Birgir Steinn Jónsson var besti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili, bæði í vörn og sókn.vísir/hulda margrét Ein bestu félagaskipti síðustu ára í íslenskum handbolta voru þegar Grótta fékk Birgi Stein Jónsson fyrir tveimur árum. Hann hefur fengið mikla ábyrgð á Nesinu sem hefur heldur betur valdeflt hann. Birgir var meðal hæstu manna í mörkum og stoðsendingum á síðasta tímabili og besti varnarmaður Olís-deildarinnar samkvæmt tölfræði HB Statz. Grótta heldur honum ekki endalaust og verður að reyna að hámarka árangur sinn meðan Birgir er í bláu treyjunni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Grótta spilaði ekki með örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan á síðasta tímabili og þótt Daníel Örn Griffin sé kominn aftur úr erfiðum meiðslum er hægri skyttustaðan sú veikasta hjá Gróttu. Þótt Halldór Ingólfsson sé þekktastur fyrir afrek sín með Haukum er hann uppalinn á Nesinu og myndi eflaust nýtast þessu Gróttuliði stórvel.
2021-22: 10. sæti 2020-21: 10. sæti 2019-20: 3. sæti (B-deild) 2018-19: 12. sæti 2017-18: 9. sæti 2016-17: 8. sæti+8-liða úrslit 2015-16: 5. sæti+8-liða úrslit+bikarúrslit 2014-15: B-deild (1. sæti) 2013-14: B-deild (4. sæti) 2012-13: B-deild (4. sæti)
Komnir: Theis Koch Søndergård frá Álaborg (á láni) Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni Jóel Bernburg frá Val (á láni) Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram Ólafur Brim Stefánsson til Fram Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (úr láni) Igor Mrsulja til Víkings Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00