Falsgreining Gunnar Dan Wiium skrifar 9. ágúst 2022 07:01 22 ára var ég greindur, falsgreindur með þunglyndi eða manic depression eins og læknirinn kallaði það í þá daga, bipolar disorder held ég að það sé kallað í dag. Ég fór á SSRI lyf í kjölfarið og tók þeim fegins hendi, einfaldan og hefðbundin skammt sem svo jókst með árunum. Fyrsta árið fannst mér ég komast úr sveiflum en upplifði samt sem áður vissa tilfinningarlega flatneskju. Það skal tekið fram að eftir 4 ár var ég á tvöföldum skammti miðað við hvar ég hafði byrjað. Í lok þessa tímabils var ég orðin alveg frosin tilfinningarlega og kynhvötin nánast horfin. Þrátt fyrir lyfin var ég samt þungur í hugsun og viðhorfum, bölsýnin og getuleysið var að drepa mig auk þess að ég leiddist meir og meir út í drykkju og óhóflega neyslu á THC. Það var augljóst að lyfin voru alls ekki að virka á mig sem raunveruleg lausn heldur aðeins sem plástur á ákveðið einkennaknippi og þá aðeins til skamms tíma. Ég flutti til Danmerkur og ákvað að endurnýja ekki receptið yfir í danskt kerfi og kláraði svo bara töflurnar og ætlaði bara að cold turkía þetta. Það sem gerðist næstum því drap mig, ég sökk í eitt það mesta myrkur og örvæntingu sem ég hef upplifað. Skildi þarna í fyrsta skiptið fólk sem einfaldlega tekur sitt eigið líf. Ég fór aftur á lyfin og trappaði mig af þeim á ca hálfu ári og hef ekki snert þau síðan. Málið er að ég var aldrei með með neitt sem heitir manic depression eða bipolar disorder. Það voru samt sem áður orðin, greiningin sem mér voru gefin út frá samtölum og einkennum ástands sem í raun spruttu af því ég var ekki hæfur eða með getu til að taka við ábyrgðinni sem fylgdi að vera manneskja í áreytisfullu samfélagi og með óafgreitt áföll innra með mér í þokkabót. Ég krafðist einhvers úr lífinu sem var aðeins í samræmi við ranghugmyndina um að ég væri einn og aðgreindur restinni, ósjálfbært egó.Ég var fastur í lygi og það sagði mér engin frá henni, það var engin sem sagði mér að ég væri eilíf hringrás, aðeins orka og hluti af óendanlegri heild. Það sagði mér engin frá andlegum vexti sem grunnur að félagslegum. Mér var bara kennt að heimurinn væri efnislegur og allt væri áþreifanlegt og að andlegt mein væri aðeins lagað með hugmyndafræði sem lærð væri í háskólum af læknum sem vinna þéttofið með hagvaxtarháðum lyfjaiðnaði. Mín reynsla er aðeins af notkun svokallaðra SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) lyfjaefna og hvað þau efni varðar eru nýjar rannsóknir að sýna að engin sjáanleg tengsl séu á milli magni serótónins og þunglyndis. Reynsla mín er ekki af svokölluðum geðrofslyfjum sem ég hef hins vegar horft upp á marga vini og kunningja fara mjög ílla af. Ég hef séð þessa vini mína í vitundarlegu frosti og samkenndarskort, einskonar álagahjúp sem nánast vonlaust er að losna undan nema með hjálp djúpri andlegri reynslu, líkast dauðareynslu. Og þegar ég segi nánast vonlaust þá meina ég einna helst í því samhengi að geðheilbrigðiskerfið er með svo mikið tangarhald á þessum einstaklingum er þeir hafa á einhvern hátt stimplað sig þarna inn er þeim í raun ekki hleypt aftur út í heiminn. Sjálfræðisviptingar, einangrun, ofbeldi, líkamlegt og andlegt, lygar og kerfisbundnar þvinglyfjanir í formi tilrauna á þeim efnum sem eru á markaði á þeim tíma. Það er svo verið að ljúga að okkur, við erum hluti af náttúrunni og það eina sem lagar mein sem stafar af ofhleðslu efnis er niðurrif og uppbygging vitundar sem einkennist af hárfínu hlutfalli hugmynda og rýmis, anda, anda sem virkar sem fyrirvari á allt hið efnislega, því málið er að efnið lýgur eitt og sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
22 ára var ég greindur, falsgreindur með þunglyndi eða manic depression eins og læknirinn kallaði það í þá daga, bipolar disorder held ég að það sé kallað í dag. Ég fór á SSRI lyf í kjölfarið og tók þeim fegins hendi, einfaldan og hefðbundin skammt sem svo jókst með árunum. Fyrsta árið fannst mér ég komast úr sveiflum en upplifði samt sem áður vissa tilfinningarlega flatneskju. Það skal tekið fram að eftir 4 ár var ég á tvöföldum skammti miðað við hvar ég hafði byrjað. Í lok þessa tímabils var ég orðin alveg frosin tilfinningarlega og kynhvötin nánast horfin. Þrátt fyrir lyfin var ég samt þungur í hugsun og viðhorfum, bölsýnin og getuleysið var að drepa mig auk þess að ég leiddist meir og meir út í drykkju og óhóflega neyslu á THC. Það var augljóst að lyfin voru alls ekki að virka á mig sem raunveruleg lausn heldur aðeins sem plástur á ákveðið einkennaknippi og þá aðeins til skamms tíma. Ég flutti til Danmerkur og ákvað að endurnýja ekki receptið yfir í danskt kerfi og kláraði svo bara töflurnar og ætlaði bara að cold turkía þetta. Það sem gerðist næstum því drap mig, ég sökk í eitt það mesta myrkur og örvæntingu sem ég hef upplifað. Skildi þarna í fyrsta skiptið fólk sem einfaldlega tekur sitt eigið líf. Ég fór aftur á lyfin og trappaði mig af þeim á ca hálfu ári og hef ekki snert þau síðan. Málið er að ég var aldrei með með neitt sem heitir manic depression eða bipolar disorder. Það voru samt sem áður orðin, greiningin sem mér voru gefin út frá samtölum og einkennum ástands sem í raun spruttu af því ég var ekki hæfur eða með getu til að taka við ábyrgðinni sem fylgdi að vera manneskja í áreytisfullu samfélagi og með óafgreitt áföll innra með mér í þokkabót. Ég krafðist einhvers úr lífinu sem var aðeins í samræmi við ranghugmyndina um að ég væri einn og aðgreindur restinni, ósjálfbært egó.Ég var fastur í lygi og það sagði mér engin frá henni, það var engin sem sagði mér að ég væri eilíf hringrás, aðeins orka og hluti af óendanlegri heild. Það sagði mér engin frá andlegum vexti sem grunnur að félagslegum. Mér var bara kennt að heimurinn væri efnislegur og allt væri áþreifanlegt og að andlegt mein væri aðeins lagað með hugmyndafræði sem lærð væri í háskólum af læknum sem vinna þéttofið með hagvaxtarháðum lyfjaiðnaði. Mín reynsla er aðeins af notkun svokallaðra SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) lyfjaefna og hvað þau efni varðar eru nýjar rannsóknir að sýna að engin sjáanleg tengsl séu á milli magni serótónins og þunglyndis. Reynsla mín er ekki af svokölluðum geðrofslyfjum sem ég hef hins vegar horft upp á marga vini og kunningja fara mjög ílla af. Ég hef séð þessa vini mína í vitundarlegu frosti og samkenndarskort, einskonar álagahjúp sem nánast vonlaust er að losna undan nema með hjálp djúpri andlegri reynslu, líkast dauðareynslu. Og þegar ég segi nánast vonlaust þá meina ég einna helst í því samhengi að geðheilbrigðiskerfið er með svo mikið tangarhald á þessum einstaklingum er þeir hafa á einhvern hátt stimplað sig þarna inn er þeim í raun ekki hleypt aftur út í heiminn. Sjálfræðisviptingar, einangrun, ofbeldi, líkamlegt og andlegt, lygar og kerfisbundnar þvinglyfjanir í formi tilrauna á þeim efnum sem eru á markaði á þeim tíma. Það er svo verið að ljúga að okkur, við erum hluti af náttúrunni og það eina sem lagar mein sem stafar af ofhleðslu efnis er niðurrif og uppbygging vitundar sem einkennist af hárfínu hlutfalli hugmynda og rýmis, anda, anda sem virkar sem fyrirvari á allt hið efnislega, því málið er að efnið lýgur eitt og sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun