Falsgreining Gunnar Dan Wiium skrifar 9. ágúst 2022 07:01 22 ára var ég greindur, falsgreindur með þunglyndi eða manic depression eins og læknirinn kallaði það í þá daga, bipolar disorder held ég að það sé kallað í dag. Ég fór á SSRI lyf í kjölfarið og tók þeim fegins hendi, einfaldan og hefðbundin skammt sem svo jókst með árunum. Fyrsta árið fannst mér ég komast úr sveiflum en upplifði samt sem áður vissa tilfinningarlega flatneskju. Það skal tekið fram að eftir 4 ár var ég á tvöföldum skammti miðað við hvar ég hafði byrjað. Í lok þessa tímabils var ég orðin alveg frosin tilfinningarlega og kynhvötin nánast horfin. Þrátt fyrir lyfin var ég samt þungur í hugsun og viðhorfum, bölsýnin og getuleysið var að drepa mig auk þess að ég leiddist meir og meir út í drykkju og óhóflega neyslu á THC. Það var augljóst að lyfin voru alls ekki að virka á mig sem raunveruleg lausn heldur aðeins sem plástur á ákveðið einkennaknippi og þá aðeins til skamms tíma. Ég flutti til Danmerkur og ákvað að endurnýja ekki receptið yfir í danskt kerfi og kláraði svo bara töflurnar og ætlaði bara að cold turkía þetta. Það sem gerðist næstum því drap mig, ég sökk í eitt það mesta myrkur og örvæntingu sem ég hef upplifað. Skildi þarna í fyrsta skiptið fólk sem einfaldlega tekur sitt eigið líf. Ég fór aftur á lyfin og trappaði mig af þeim á ca hálfu ári og hef ekki snert þau síðan. Málið er að ég var aldrei með með neitt sem heitir manic depression eða bipolar disorder. Það voru samt sem áður orðin, greiningin sem mér voru gefin út frá samtölum og einkennum ástands sem í raun spruttu af því ég var ekki hæfur eða með getu til að taka við ábyrgðinni sem fylgdi að vera manneskja í áreytisfullu samfélagi og með óafgreitt áföll innra með mér í þokkabót. Ég krafðist einhvers úr lífinu sem var aðeins í samræmi við ranghugmyndina um að ég væri einn og aðgreindur restinni, ósjálfbært egó.Ég var fastur í lygi og það sagði mér engin frá henni, það var engin sem sagði mér að ég væri eilíf hringrás, aðeins orka og hluti af óendanlegri heild. Það sagði mér engin frá andlegum vexti sem grunnur að félagslegum. Mér var bara kennt að heimurinn væri efnislegur og allt væri áþreifanlegt og að andlegt mein væri aðeins lagað með hugmyndafræði sem lærð væri í háskólum af læknum sem vinna þéttofið með hagvaxtarháðum lyfjaiðnaði. Mín reynsla er aðeins af notkun svokallaðra SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) lyfjaefna og hvað þau efni varðar eru nýjar rannsóknir að sýna að engin sjáanleg tengsl séu á milli magni serótónins og þunglyndis. Reynsla mín er ekki af svokölluðum geðrofslyfjum sem ég hef hins vegar horft upp á marga vini og kunningja fara mjög ílla af. Ég hef séð þessa vini mína í vitundarlegu frosti og samkenndarskort, einskonar álagahjúp sem nánast vonlaust er að losna undan nema með hjálp djúpri andlegri reynslu, líkast dauðareynslu. Og þegar ég segi nánast vonlaust þá meina ég einna helst í því samhengi að geðheilbrigðiskerfið er með svo mikið tangarhald á þessum einstaklingum er þeir hafa á einhvern hátt stimplað sig þarna inn er þeim í raun ekki hleypt aftur út í heiminn. Sjálfræðisviptingar, einangrun, ofbeldi, líkamlegt og andlegt, lygar og kerfisbundnar þvinglyfjanir í formi tilrauna á þeim efnum sem eru á markaði á þeim tíma. Það er svo verið að ljúga að okkur, við erum hluti af náttúrunni og það eina sem lagar mein sem stafar af ofhleðslu efnis er niðurrif og uppbygging vitundar sem einkennist af hárfínu hlutfalli hugmynda og rýmis, anda, anda sem virkar sem fyrirvari á allt hið efnislega, því málið er að efnið lýgur eitt og sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
22 ára var ég greindur, falsgreindur með þunglyndi eða manic depression eins og læknirinn kallaði það í þá daga, bipolar disorder held ég að það sé kallað í dag. Ég fór á SSRI lyf í kjölfarið og tók þeim fegins hendi, einfaldan og hefðbundin skammt sem svo jókst með árunum. Fyrsta árið fannst mér ég komast úr sveiflum en upplifði samt sem áður vissa tilfinningarlega flatneskju. Það skal tekið fram að eftir 4 ár var ég á tvöföldum skammti miðað við hvar ég hafði byrjað. Í lok þessa tímabils var ég orðin alveg frosin tilfinningarlega og kynhvötin nánast horfin. Þrátt fyrir lyfin var ég samt þungur í hugsun og viðhorfum, bölsýnin og getuleysið var að drepa mig auk þess að ég leiddist meir og meir út í drykkju og óhóflega neyslu á THC. Það var augljóst að lyfin voru alls ekki að virka á mig sem raunveruleg lausn heldur aðeins sem plástur á ákveðið einkennaknippi og þá aðeins til skamms tíma. Ég flutti til Danmerkur og ákvað að endurnýja ekki receptið yfir í danskt kerfi og kláraði svo bara töflurnar og ætlaði bara að cold turkía þetta. Það sem gerðist næstum því drap mig, ég sökk í eitt það mesta myrkur og örvæntingu sem ég hef upplifað. Skildi þarna í fyrsta skiptið fólk sem einfaldlega tekur sitt eigið líf. Ég fór aftur á lyfin og trappaði mig af þeim á ca hálfu ári og hef ekki snert þau síðan. Málið er að ég var aldrei með með neitt sem heitir manic depression eða bipolar disorder. Það voru samt sem áður orðin, greiningin sem mér voru gefin út frá samtölum og einkennum ástands sem í raun spruttu af því ég var ekki hæfur eða með getu til að taka við ábyrgðinni sem fylgdi að vera manneskja í áreytisfullu samfélagi og með óafgreitt áföll innra með mér í þokkabót. Ég krafðist einhvers úr lífinu sem var aðeins í samræmi við ranghugmyndina um að ég væri einn og aðgreindur restinni, ósjálfbært egó.Ég var fastur í lygi og það sagði mér engin frá henni, það var engin sem sagði mér að ég væri eilíf hringrás, aðeins orka og hluti af óendanlegri heild. Það sagði mér engin frá andlegum vexti sem grunnur að félagslegum. Mér var bara kennt að heimurinn væri efnislegur og allt væri áþreifanlegt og að andlegt mein væri aðeins lagað með hugmyndafræði sem lærð væri í háskólum af læknum sem vinna þéttofið með hagvaxtarháðum lyfjaiðnaði. Mín reynsla er aðeins af notkun svokallaðra SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) lyfjaefna og hvað þau efni varðar eru nýjar rannsóknir að sýna að engin sjáanleg tengsl séu á milli magni serótónins og þunglyndis. Reynsla mín er ekki af svokölluðum geðrofslyfjum sem ég hef hins vegar horft upp á marga vini og kunningja fara mjög ílla af. Ég hef séð þessa vini mína í vitundarlegu frosti og samkenndarskort, einskonar álagahjúp sem nánast vonlaust er að losna undan nema með hjálp djúpri andlegri reynslu, líkast dauðareynslu. Og þegar ég segi nánast vonlaust þá meina ég einna helst í því samhengi að geðheilbrigðiskerfið er með svo mikið tangarhald á þessum einstaklingum er þeir hafa á einhvern hátt stimplað sig þarna inn er þeim í raun ekki hleypt aftur út í heiminn. Sjálfræðisviptingar, einangrun, ofbeldi, líkamlegt og andlegt, lygar og kerfisbundnar þvinglyfjanir í formi tilrauna á þeim efnum sem eru á markaði á þeim tíma. Það er svo verið að ljúga að okkur, við erum hluti af náttúrunni og það eina sem lagar mein sem stafar af ofhleðslu efnis er niðurrif og uppbygging vitundar sem einkennist af hárfínu hlutfalli hugmynda og rýmis, anda, anda sem virkar sem fyrirvari á allt hið efnislega, því málið er að efnið lýgur eitt og sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun