Hvað ef Shawn Kemp hefði spilað handbolta á Ólympíuleikunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2022 10:00 Shawn Kemp, eða Reign Man eins og hann var kallaður, var einn skemmtilegasti leikmaður NBA-deildarinnar á 10. áratug síðustu aldar. getty/Focus Hvað ef ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar hefði spilað með bandaríska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996? Það virðist ekki hafa verið jafn fjarlægt og það virðist við fyrstu sýn. Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA. Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA.
Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira